varð Asarja yfirprestur, af ætt Sadóks, fyrir svörum og sagði: „Síðan farið var að flytja afgjöldin til húss Drottins hefur verið nóg að eta og mikill afgangur að auki því að Drottinn hefur blessað þjóð sína. Allar þessar birgðir gengu af.“
Sérhvert verk, sem hann hóf í þágu húss Guðs eða varðaði lögmálið eða kröfuna um að leita Guðs síns, vann hann af heilum hug. Þess vegna farnaðist honum vel.
Þú skalt einnig halda hátíð kornuppskerunnar, hátíð frumgróða verka þinna, þess sem þú sáðir í akurinn. Loks skaltu halda uppskeruhátíð við árslok þegar þú hefur flutt heim afrakstur vinnu þinnar af akrinum.
Þú færðir mér ekki lömb í brennifórnir og tignaðir mig ekki með sláturfórnum þínum. Ég hef hvorki íþyngt þér með kornfórnum né þreytt þig með reykelsisfórnum,
Hvern fyrsta dag vikunnar skal hvert ykkar leggja í sjóð heima hjá sér það sem efni leyfa til þess að ekki verði þá fyrst farið að efna til samskota þegar ég kem.
Þá geta Levítarnir, sem hvorki hafa hlotið land né erfðahluti eins og þú, aðkomumennirnir, munaðarleysingjar og ekkjur í borgum þínum komið og etið sig mett svo að Drottinn, Guð þinn, blessi þig í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.