En þú, Salómon, sonur minn, lærðu að þekkja Guð föður þíns og þjónaðu honum af heilum hug og af fúsum vilja því að Drottinn rannsakar öll hjörtu og þekkir allar hugsanir. Ef þú leitar hans lætur hann þig finna sig en ef þú yfirgefur hann útskúfar hann þér um alla framtíð.
Drottinn, leggðu við hlustir og hlýddu á bæn þjóns þíns og bæn þjóna þinna sem gleðjast yfir að sýna nafni þínu lotningu: Láttu nú þjóni þínum takast ætlunarverk sitt og gefðu að mér verði miskunnað frammi fyrir þessum manni.“ Ég var byrlari konungs.
Þá blés Guð minn mér því í brjóst að kalla saman aðalsmennina, embættismennina og almenning til skrásetningar eftir fjölskyldum þeirra. Ég fann skrá yfir fjölskyldur þeirra sem fyrst höfðu haldið heim og þar var skráð:
Ég vakti hann í réttlæti og geri brautir hans beinar. Hann mun endurreisa borg mína og láta útlaga mína lausa án lausnargjalds eða gjafa, segir Drottinn allsherjar.
Svo segir Drottinn, lausnari þinn, Hinn heilagi Ísraels: Ég er Drottinn, Guð þinn, sem kenni þér það sem gagnlegt er, leiði þig þann veg sem þú skalt ganga.
Davíð leitaði síðan svara hjá Drottni og spurði: „Á ég að elta þennan ræningjaflokk? Mun ég ná honum?“ Drottinn svaraði: „Eltu þá. Þú nærð þeim örugglega og frelsar þá sem teknir voru til fanga.“