30 Deildu ekki við neinn að ástæðulausu hafi hann ekki gert neitt á hlut þinn.
30 Deil ekki við neinn að ástæðulausu, ef hann hefir ekki gjört þér neitt mein.
Þú hefur gersigrað Edóm og því ofmetnast hjarta þitt. Njóttu frægðarinnar og sittu heima. Hvers vegna storkarðu gæfunni þér og Júda til falls?“
Þegar deila kviknar er sem tekin sé úr stífla, láttu hana því niður falla áður en sennan hefst.
Orð heimskingjans valda deilum, munnur hans býður höggunum heim.
Sá sem blandar sér í annarra deilu er eins og sá sem grípur í eyrun á hundi sem fram hjá hleypur.
Reiðigjarn maður vekur deilur og skapbráður maður drýgir marga synd.
Þjónn Drottins á ekki að eiga í ófriði heldur á hann að vera ljúfur við alla, góður fræðari, þolinn í þrautum.