23 Þá muntu ganga veg þinn óhultur og ekki hrasa.
23 Þá muntu ganga óhultur veg þinn og eigi drepa við fæti.
Gnótt friðar hafa þeir er elska lögmál þitt og þeim er við engri hrösun hætt.
Hann mun ekki láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki.
Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu.
Lögmál Guðs hans er í hjarta hans, eigi skriðnar honum fótur.
Sá sem fer rétta vegu gengur óhultur en upp kemst um þann sem þræðir hlykkjóttan veg.
því að hann vakir yfir stígum réttlætisins og varðveitir veg sinna réttsýnu.
á göngunni verður leið þín ekki þröng og hlaupirðu muntu ekki hrasa.
Þau leiða þig hvar sem þú ferð, þegar þú hvílist vaka þau yfir þér og þegar þú vaknar, þá tala þau til þín.
enginn er þar móður og enginn hnýtur, enginn blundar, enginn sefur, enginn lausgyrtur um lendar, enginn með slitinn skóþveng.
Hann lét þá ganga gegnum djúpið eins og hest um eyðimörk án þess að þeir hrösuðu.
Ég geri þá styrka í Drottni og í hans nafni munu þeir ganga, segir Drottinn.