Á sautjánda degi annars mánaðar á sex hundraðasta aldursári Nóa, þann dag brutust fram allar uppsprettur hins mikla djúps og flóðgáttir himinsins opnuðust.
Geta fánýt goð framandi þjóða gefið regn? Eða sendir himinninn regnskúrir að eigin frumkvæði? Ert það ekki þú, Drottinn, Guð vor? Vér vonum á þig því að þú hefur gert þetta allt.
Gleðjist, Síonarbúar, og fagnið í Drottni, Guði yðar. Af réttlæti sínu hefur hann sent yður vorregnið og eins og fyrrum mun hann gefa yður vorregn og haustregn.