17 Vegir hennar eru yndislegir vegir og allar götur hennar liggja til velfarnaðar.
17 Vegir hennar eru yndislegir vegir og allar götur hennar velgengni.
Hallelúja. Sæll er sá sem óttast Drottin og gleðst yfir boðum hans.
Hve sæt eru fyrirheit þín gómi mínum, hunangi betri munni mínum.
Ég gleðst yfir vegi laga þinna eins og yfir gnótt auðæfa.
Gnótt friðar hafa þeir er elska lögmál þitt og þeim er við engri hrösun hætt.
Ég þrái hjálpræði þitt, Drottinn, og lögmál þitt er unun mín.
Ég finn unað í boðum þínum, þeim er ég elska.
Allir vegir Drottins eru elska og trúfesti fyrir þá sem halda sáttmála hans og boð.
En hinir hógværu fá landið til eignar og gleðjast yfir miklu gengi.
Ef Drottni geðjast breytni manns snýr hann jafnvel óvinum hans til liðs við hann.
Speki mun þá koma til hjarta þíns, og þekkingin verða sálu þinni til yndis.
Gott er að þú geymir þau í brjósti þér, að þau verði sífellt á vörum þér.
þjóð sem hefur stöðugt hugarfar. Þú varðveitir heill hennar því að hún treystir þér.
Ég skapa ávöxt varanna: Friður, friður þeim sem er fjarri og þeim sem er nærri, segir Drottinn. Ég lækna þá.
og lýsa þeim sem sitja í myrkri og skugga dauðans og beina fótum vorum á friðar veg.
Réttlætt af trú höfum við því frið við Guð sakir Drottins vors Jesú Krists.