Þannig er sáttmálinn sem ég mun gera við Ísraelsmenn þegar þessir dagar eru liðnir, segir Drottinn: Ég legg lögmál mitt þeim í brjóst og rita það á hjörtu þeirra. Ég verð Guð þeirra og þeir verða lýður minn.
þjóð mín mun farast því að hún hefur enga þekkingu. Þar sem þú hefur hafnað þekkingunni hafna ég þér sem presti fyrir mig. Þú hefur gleymt kenningu Guðs þíns og þess vegna gleymi ég sonum þínum.
Gætið ykkar og gleymið ekki sáttmálanum sem Drottinn, Guð ykkar, gerði við ykkur. Þið megið ekki gera ykkur skurðgoð í líki neins þess sem Drottinn, Guð þinn, hefur bannað þér,
En vertu varkár og gættu þín vel svo að þú gleymir ekki þeim atburðum sem þú hefur séð með eigin augum. Láttu þá ekki líða þér úr minni meðan þú lifir og þú skalt segja börnum þínum og barnabörnum frá þeim.
Heiðra föður þinn og móður þína eins og Drottinn, Guð þinn, hefur boðið þér svo að þú verðir langlífur og þér vegni vel í landinu sem Drottinn, Guð þinn, gefur þér.
Gangið þann veg einan sem Drottinn, Guð ykkar, hefur bent ykkur á svo að þið lifið og ykkur vegni vel og þið verðið langlíf í landinu sem þið munuð taka til eignar.
Öll þau fyrirmæli sem ég set þér í dag skuluð þið halda svo að þið megið lifa og ykkur fjölgi og þið komist inn í og sláið eign ykkar á landið sem Drottinn hét feðrum ykkar.