9 Ilmolía og reykelsi gleðja hjartað en indælli er vinur en ilmandi viður.
9 Ilmolía og reykelsi gleðja hjartað, en indælli er vinur en ilmandi viður.
Ég skal gefa þér ráð til þess að bjarga lífi þínu og Salómons, sonar þíns.
og vín sem gleður mannsins hjarta, olíu sem lætur andlit hans ljóma og brauð sem veitir honum þrótt.
Það líkist ágætri olíu á höfði sem drýpur niður í skeggið, skegg Arons, og fellur niður á klæðafald hans.
Hinir réttlátu geta slegið mig og hirt mig í kærleika en olía guðlausra skal ekki smyrja höfuð mitt. Stöðugt bið ég um hjálp gegn illsku þeirra.
Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur.
Sá fagnar sem svara kann og fagurt er orð í tíma talað.
Hinn vitri leitar ráða spekinga og vel mælt orð eykur fræðslu.
Myrru, alóe og kanel hef ég stökkt á hvílu mína.
Yndislegur ilmur er af smyrslum þínum og nafn þitt sem dýrasta olía. Þess vegna elska stúlkurnar þig.
Hvað er það sem stígur upp af eyðimörkinni eins og reykjarstrókar, mekkir af myrru, reykelsi og hvers kyns kaupmannakryddi?
Hve yndisleg eru atlot þín, systir mín, brúður, hve miklu eru atlot þín ljúfari en vín og angan smyrsla þinna betri en nokkur ilmjurt.
Þá tók María pund af ómenguðum, dýrum nardussmyrslum og smurði fætur Jesú og þerraði með hári sínu fætur hans. En húsið fylltist ilmi smyrslanna.
Kristnir menn þar fréttu um okkur og komu til móts við okkur allt til Appíusartorgs og Þríbúða. Þegar Páll sá þá gerði hann Guði þakkir og hresstist í huga.
En olíutréð sagði við þau: Á ég að láta eftir olíu mína sem Guð og menn virða mig fyrir og fara að sveima uppi yfir trjánum?