6 Vel meint eru vinar sárin en viðbjóðslegir fjandmanns kossar.
6 Vel meint eru vinar sárin, en viðbjóðslegir kossar hatursmannsins.
Hinir réttlátu geta slegið mig og hirt mig í kærleika en olía guðlausra skal ekki smyrja höfuð mitt. Stöðugt bið ég um hjálp gegn illsku þeirra.
Sá sem leynir hatri er hræsnari, sá sem dreifir hviksögum er heimskingi.
Sár undan svipu hreinsa burt hið illa og högg sem taka djúpt í hold.
Saddur maður treður hunang undir fótum en hungruðum manni er remman sæt.
Sá sem ávítar mann öðlast síðar meiri hylli en tungumjúkur smjaðrari.
Foreldrar okkar öguðu okkur um fáa daga eftir því sem þeim leist en okkur til gagns agar Guð okkur svo að við verðum heilög eins og hann.
Ég tyfta og aga alla þá sem ég elska. Legg þú því allt kapp á að bæta ráð þitt.