Og Drottinn fann sætan ilm og sagði í hjarta sínu: „Eigi mun ég framar leiða bölvun yfir jörðina vegna mannsins þótt hneigðir mannsins séu illar, allt frá æsku hans, og upp frá þessu mun ég ekki framar gereyða því sem lifir eins og ég hef gert.
Hinn guðlausi láti af breytni sinni og illmennið af vélráðum sínum og snúi sér til Drottins svo að hann miskunni honum, til Guðs vors því að hann fyrirgefur ríkulega.