Því að heimskinginn talar heimsku og hyggur á illt í hjarta sínu svo að hann breytir óguðlega og fer með fásinnu um Drottin. Hann lætur svangan mann hungra og neitar þyrstum um drykk.
Já, ég veit að glæpir yðar eru margir og syndir yðar miklar. Þér þröngvið þeim sem hefur á réttu að standa, þiggið mútur og vísið hinum snauða frá réttinum.
Hatið hið illa og elskið hið góða, eflið réttinn í borgarhliðinu. Þá má vera að Drottinn, Guð hersveitanna, miskunni sig yfir þá sem eftir eru af ætt Jósefs.