Kona nokkur, sem var gift einum af lærisveinum spámannanna, hrópaði hástöfum til Elísa og sagði: „Þjónn þinn, eiginmaður minn, er dáinn. Þú veist sjálfur að þjónn þinn var guðhræddur maður. En nú er lánardrottinn hans kominn og ætlar að hneppa báða syni mína í þrældóm.“
Svo segir Drottinn: Vegna þriggja, já, vegna fjögurra glæpa Ísraels hverf ég ekki frá þessu: Þar sem íbúarnir þar hafa selt saklausa menn fyrir silfur, hinn fátæka fyrir eina ilskó,
Heyrið þetta orð, Basanskýr á Samaríufjalli, þér sem kúgið hina umkomulausu, misþyrmið fátækum og segið við eiginmenn yðar: „Komið með eitthvað að drekka.“