4 Laun auðmýktar og ótta Drottins eru auður, sæmd og líf.
4 Laun auðmýktar, ótta Drottins, eru auður, heiður og líf.
Að óttast Drottin leiðir til lífs, þá hvílast menn mettir og óhultir.
Dýrmætur fjársjóður og olía er í heimkynnum hins vitra en heimskur maður sólundar því.
Sá sem ástundar réttlæti og kærleika öðlast líf, velgengni og heiður.
Vitur maður sér ógæfuna og felur sig en einfeldningarnir halda áfram og gjalda þess.
Þyrnar og snörur eru á vegi hinna fláráðu, sá sem annt er um líf sitt forðast þá.
Hroki mannsins lægir hann en sæmd bíður hins hógværa.
Langir lífdagar eru í hægri hendi hennar, auður og sæmd í vinstri hendi hennar.
Yndisþokkinn er svikull og fegurðin hverful en sú kona sem óttast Drottin á hrós skilið.
Örugga tíma skalt þú hljóta, auð hjálpræðis, vísdóms og þekkingar. Ótti Drottins er auður þinn.
Því að svo segir hinn hái og upphafni sem ríkir ævinlega og ber nafnið Heilagur: Ég bý á háum og helgum stað en einnig hjá iðrunarfullum og þjökuðum í anda til að glæða þrótt hinna lítillátu og styrkja hjarta þjakaðra.
En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.
Líkamleg æfing er nytsamleg í sumu en guðræknin er til allra hluta nytsamleg og gefur fyrirheit bæði fyrir þetta líf og hið komanda.
Auðmýkið ykkur fyrir Drottni og hann mun upphefja ykkur.
En því meiri er náðin sem hann gefur. Þess vegna segir Ritningin: „Guð stendur í gegn dramblátum en auðmjúkum veitir hann náð.“