Því að augu Drottins skima um alla jörðina til þess að geta komið þeim til hjálpar sem eru heils hugar við hann. Þú hefur breytt heimskulega í þessu máli, þess vegna muntu eiga í ófriði héðan í frá.“
Nú fréttu fjandmenn okkar að við vissum hvað þeir höfðu í huga. Guð hafði ónýtt ráðagerð þeirra. Við héldum því allir aftur að múrnum, hver til síns verks.