Helgigönguljóð. Eftir Davíð. Drottinn, hjarta mitt er hvorki dramblátt né augu mín hrokafull. Ég færist ekki of mikið í fang, fæst ekki við það sem er ofvaxið skilningi mínum.
En þegar Drottinn hefur lokið öllu starfi sínu á Síonarfjalli og í Jerúsalem segir hann: „Ég mun refsa Assýríukonungi fyrir ávöxtinn af hroka hans og drembilegt oflæti augna hans.
Ég segi yður: Tollheimtumaðurinn fór heim til sín sáttur við Guð, hinn ekki, því að hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.“