Ég mun gefa þeim löngun til að þekkja mig og viðurkenna að ég er Drottinn. Þeir munu verða mín þjóð og ég verð þeirra Guð þegar þeir snúa sér til mín af heilum huga.
Enginn mun framar þurfa að kenna landa sínum og bróður og segja: Þekkið Drottin. Allir munu þekkja mig, bæði stórir og smáir, segir Drottinn. Ég mun fyrirgefa þeim sekt þeirra og minnist ekki framar syndar þeirra.
Allt hefur faðir minn falið mér og enginn veit hver sonurinn er nema faðirinn né hver faðirinn er nema sonurinn og sá sem sonurinn vill opinbera hann.“
Við vitum að sonur Guðs er kominn og hefur gefið okkur skilning til þess að við þekkjum sannan Guð. Við lifum í hinum sanna Guði, í syni hans Jesú Kristi. Hann er hinn sanni Guð og eilífa lífið.