21 Hinir hreinlyndu munu byggja landið og hinir ráðvöndu verða þar áfram.
21 Því að hinir hreinskilnu munu byggja landið, og hinir grandvöru verða eftir í því.
Einu sinni var maður í Úslandi sem Job hét. Hann var ráðvandur og réttlátur, óttaðist Guð og forðaðist illt.
Drottinn blessaði síðari æviár Jobs meira en hin fyrri. Hann eignaðist fjórtán þúsund fjár, sex þúsund úlfalda, þúsund sameyki nauta og þúsund ösnur.
En hinir hógværu fá landið til eignar og gleðjast yfir miklu gengi.
Drottinn hefur gætur á dögum flekklausra og arfleifð þeirra varir að eilífu.
Þeir sem Drottinn blessar fá landið til eignar en hinum bannfærðu verður tortímt.
Réttlátir fá landið til eignar og búa þar ævinlega.
Treyst Drottni og ger gott, þá muntu óhultur búa í landinu.
Því að illvirkjum verður tortímt en þeir sem vona á Drottin fá landið til eignar.
Því að einn dagur í forgörðum þínum er betri en þúsund aðrir. Heldur vil ég standa við þröskuldinn í húsi Guðs míns en dveljast í tjöldum óguðlegra.
Hinum réttláta verður ekki þokað og hinir óguðlegu munu ekki byggja landið.
Sá sem tælir heiðarlega menn á glapstigu fellur sjálfur í gröf sína en ráðvöndum mun vel farnast.