Svo segir Drottinn: Nemið staðar við vegina og litist um, spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin og farið hana svo að þér finnið sálum yðar hvíld. En þeir sögðu: „Vér viljum ekki fara hana.“
Líktu ekki eftir því sem illt er, minn elskaði, heldur eftir því sem gott er. Sá sem gerir gott heyrir Guði til en sá sem gerir illt hefur ekki séð Guð.