Og ég fann að konan er biturri en dauðinn því að hún er net og hjarta hennar snara, hendur hennar fjötrar. Sá sem Guði þóknast kemst undan henni en syndarinn verður fanginn af henni.
Og hún grét og barmaði sér við hann alla sjö dagana sem veislan stóð og á sjöunda degi sagði hann henni ráðninguna af því að hún gekk svo fast á hann. En hún sagði samlöndum sínum ráðningu gátunnar.