Þið hafið kvalið huga hins réttláta með lygi þó að ég ætlaði ekki að kvelja hann. Hins vegar hafið þið stutt hinn guðlausa til að hverfa ekki frá villu síns vegar svo að hann lifi.
Varð nú konungur harla glaður og skipaði mönnum að draga Daníel upp úr gryfjunni. Og Daníel var dreginn upp úr gryfjunni og var ekki að sjá að honum hefði orðið neitt að meini enda hafði hann treyst Guði sínum.
Og dýrið var handtekið og ásamt því falsspámaðurinn sem hafði látið dýrið gera táknin. Með þeim hafði hann leitt þá afvega sem höfðu fengið merki dýrsins og tilbeðið líkneski þess. Þeim báðum var kastað lifandi í eldsdíkið sem logar af brennisteini.
En staður er búinn í díkinu sem logar af eldi og brennisteini hugdeigum og vantrúuðum, viðurstyggilegum og manndrápurum, frillulífismönnum og töframönnum, skurðgoðadýrkendum og öllum lygurum. Það er hinn annar dauði.“