Því að heimskinginn talar heimsku og hyggur á illt í hjarta sínu svo að hann breytir óguðlega og fer með fásinnu um Drottin. Hann lætur svangan mann hungra og neitar þyrstum um drykk.
Nú segið þið: „Drottinn breytir ekki rétt.“ En hlustið nú, Ísraelsmenn: Er það breytni mín sem ekki er rétt? Eruð það ekki öllu fremur þið sem breytið ekki rétt?
Þá sagði Samúel: „Þú hefur hegðað þér heimskulega. Hefðir þú fylgt þeim fyrirmælum sem Drottinn, Guð þinn, gaf þér hefði Drottinn fest konungdóm þinn yfir Ísrael í sessi svo að hann hefði staðið um aldur og ævi.