Þá fór einn þeirra út í hagann til að safna jurtum og fann villta vafningsjurt. Hann tíndi af henni svo mikið af villtum gúrkum sem rúmaðist í kápulafi hans. Þegar heim kom skar hann þær í bita og setti í pottinn en þeir þekktu þær ekki.
Þegar greinarnar þorna eru þær brotnar af, konur koma og kveikja eld við þær. Þar sem þetta er skilningslaus þjóð sýnir sá sem skapaði hana enga miskunn og sá sem mótaði hana auðsýnir henni enga náð.
þjóð mín mun farast því að hún hefur enga þekkingu. Þar sem þú hefur hafnað þekkingunni hafna ég þér sem presti fyrir mig. Þú hefur gleymt kenningu Guðs þíns og þess vegna gleymi ég sonum þínum.