6 Orð heimskingjans valda deilum, munnur hans býður höggunum heim.
6 Varir heimskingjans valda deilum, og munnur hans kallar á högg.
Steinar eru þungir og sandurinn sígur í en gremja afglapans er þyngri en hvort tveggja.
Þegar vitur maður á í þrætu við afglapa reiðist og hlær afglapinn en lausn fæst engin.
Betri er dvöl í horni á húsþaki en sambúð við þrasgjarna konu.
Það er manni sómi að forðast deilur en afglapinn kveikir þrætur.
Spottarar eiga refsingar í vændum og bök heimskingjanna verða barin.
Hinn skapbráði mun hljóta refsingu, reynir þú að bjarga honum gerir þú illt verra.
Þegar deila kviknar er sem tekin sé úr stífla, láttu hana því niður falla áður en sennan hefst.
Vitur maður óttast hið illa og forðast það en heimskinginn anar ugglaus áfram.
Í munni heimskingjans býr vöndur gegn hroka hans en varir hinna vitru varðveita þá.
Af hroka kvikna deilur en hjá ráðþægnum mönnum er viska.
Bræði afglapans birtist strax, greindur maður dylur gremju sína.
Rektu spottarann burt, þá hverfur deilan og þá linnir þrætu og smán.