3 Komi illmennið kemur háðungin einnig og smáninni fylgir skömm.
3 Þar sem hinn óguðlegi kemur, þar kemur og fyrirlitning, og með smáninni kemur skömm.
En í Júda var sagt: Afl burðarmannsins þverr: Þar sem rústirnar eru miklar mun okkur ekki takast að endurreisa borgarmúrana.
Þú þekkir háðung mína, skömm og svívirðing, allir fjendur mínir standa þér fyrir sjónum.
Ég er ókunnur orðinn bræðrum mínum og framandi sonum móður minnar.
Komi hroki kemur og smán en hjá hinum hógværu er viska.
Réttlátur maður hatast við lygi en hinn rangláti fremur smán og svívirðu.
Heimskinginn keppir ekki að hyggindum heldur að gera skoðanir sínar kunnar.
Djúp vötn eru orð af manns munni, lind viskunnar er sem rennandi lækur.
Rektu spottarann burt, þá hverfur deilan og þá linnir þrætu og smán.
Þegar ranglátum fjölgar, fjölgar og misgjörðum en réttlátir munu horfa á fall þeirra.
Sæl eruð þið þegar menn smána ykkur vegna nafns Krists. Andi dýrðarinnar, andi Guðs, hvílir þá yfir ykkur.
Nú furðar þá að þið hlaupið ekki með þeim út í sama spillingardíki og þeir hallmæla ykkur.
Sál reiddist Jónatan og sagði við hann: „Þú, sonur þrjóskrar og þvermóðskufullrar kvensniftar, heldurðu að ég viti ekki að þú stendur með syni Ísaí, sjálfum þér til skammar og móður þinni sem ól þig?