Fjarri þér sé að gera slíkt, að deyða hinn réttláta með hinum guðlausa. Fer þá hinum réttláta eins og hinum guðlausa. Fjarri sé það þér. Mun dómari allrar jarðarinnar ekki gera rétt?“
með því að sýna hatursmönnum þínum vináttu en vinum þínum fjandskap. Í dag hefur þú gert okkur ljóst að hershöfðingjar þínir og hermenn eru þér einskis virði. Í dag hef ég komist að raun um að þú vildir helst að Absalon væri á lífi en við allir dauðir.
En ég má mín enn of lítils, þó að ég sé smurður konungur, og þessir menn, synir Serúju, eru mér öflugri. Drottinn endurgjaldi illvirkjanum eins og hann á skilið.“