22 Glatt hjarta veitir góða heilsubót en dapurt geð tærir beinin.
22 Glatt hjarta veitir góða heilsubót, en dapurt geð skrælir beinin.
Ég er eins og vatn sem hellt er út, öll bein mín gliðnuð í sundur, hjarta mitt er sem vax, bráðnað í brjósti mér.
Hugsýki íþyngir hjartanu, eitt vingjarnlegt orð gleður það.
Glatt hjarta gerir andlitið hýrlegt en sé hryggð í hjarta er hugurinn dapur.
Vingjarnleg orð eru hunang, sæt fyrir góminn, lækning fyrir beinin.
Kjarkur styrkir menn í sjúkleika en hver fær borið dapurt geð?
Um hláturinn sagði ég: Hann er vitlaus. Um gleðina sagði ég: Hverju fær hún áorkað?
Því ættuð þið nú öllu heldur að fyrirgefa honum og uppörva hann til þess að hann sökkvi ekki niður í allt of mikla hryggð.
Sú hryggð sem er Guði að skapi leiðir til þess að menn taki sinnaskiptum, sem engan iðrar, og frelsist en þegar menn hryggjast að hætti heimsins leiðir það til dauða.