Ittaí svaraði konungi og sagði: „Svo sannarlega sem Drottinn lifir og svo sannarlega sem herra minn, konungurinn, lifir, þá mun þjónn þinn einnig verða þar sem herra minn, konungurinn, verður, hvort sem það verður til dauða eða lífs.“
Fari svo að þú þegir nú mun Gyðingum eigi að síður berast hjálp og frelsun úr öðrum stað. En það yrðu endalok þín og ættar föður þíns. Hver veit nema þú hafir orðið drottning nú vegna þessara atburða?“
En Rut svaraði: „Reyndu ekki að telja mig á að yfirgefa þig og hverfa frá þér því að hvert sem þú ferð þangað fer ég, og hvar sem þú náttar þar nátta ég. Þitt fólk er mitt fólk og þinn guð er minn guð.
Sjálfur ætla ég að fara út og vera hjá föður mínum á akrinum þar sem þú ert. Ég mun tala um þig við föður minn og verði ég nokkurs vísari segi ég þér frá því.“