En Guð hafði tekið þá ákvörðun að Ahasía færi til Jórams. Þegar hann var kominn þangað fór hann með Jóram á móti Jehú Nimsísyni sem Drottinn hafði látið smyrja til þess að tortíma ætt Akabs.
„Um þetta leyti á morgun sendi ég til þín mann frá landi Benjamíns. Þú skalt smyrja hann til höfðingja yfir þjóð mína, Ísrael. Hann mun frelsa þjóð mína úr höndum Filistea. Ég hef séð neyð þjóðar minnar og hróp hennar á hjálp hefur borist til mín.“