Ef þú segir: „Vér vissum það ekki,“ mun þá ekki sá sem gaumgæfir hjörtun verða þess var og sá sem vakir yfir lífi þínu vita það? Hann mun gjalda hverjum eftir verkum hans.
Engill Drottins spurði hann: „Hvers vegna hefurðu slegið ösnuna þína þrisvar? Ég gekk fram til að hindra þig því að leiðin, sem þú ferð, er hættuleg að mínum dómi.
En hann sagði við þá: „Þér eruð þeir sem réttlætið sjálfa yður í augum manna en Guð þekkir hjörtu yðar. Því það sem hátt er að dómi manna er viðurstyggð í augum Guðs.
Og áhangendur hennar mun ég deyða og allir söfnuðirnir skulu vita að ég er sá sem rannsakar nýrun og hjörtun og ég mun gjalda yður hverju og einu eftir verkum yðar.
En Drottinn sagði við Samúel: „Horfðu ekki á hæð hans og glæsileik því að ég hef hafnað honum. Guð lítur ekki á það sem maðurinn lítur á. Maðurinn sér hið ytra en Drottinn horfir á hjartað.“