Í tilefni af fórnarveislunni lét Absalon sækja Akítófel frá Gíló, ráðgjafa Davíðs, til Gíló, heimaborgar hans. Þannig magnaðist samsærið og æ fleiri gengu í lið með Absalon.
Ég veit, Guð minn, að þú rannsakar hjartað og gleðst yfir hreinskilni. Ég hef gefið þetta allt af heilum hug og fúsu geði. Nú hefur það einnig glatt mig að sjá að lýður þinn, sem hér er saman kominn, hefur fúslega gefið þér gjafir.
Sá sem slátrar nauti er engu mætari en manndrápari, sá sem færir sauð í sláturfórn er engu mætari en sá sem hefur hálsbrotið hund, sá sem færir kornfórn ber fram svínablóð, sá sem brennir reykelsi blessar skurðgoð.
Hvað á ég að gera við reykelsi frá Saba eða góðan ilmreyr frá fjarlægu landi? Brennifórnir yðar eru mér ekki þóknanlegar og sláturfórnir yðar geðjast mér ekki.
Þegar þú byrjaðir bænir þínar barst orð og ég er hér til að greina þér frá því enda nýtur þú náðar. Hyggðu því að orðinu og öðlastu skilning á sýninni.
Verði einhvers af heillafórnarkjötinu neytt á þriðja degi verður því ekki tekið með velþóknun. Það sem hann bar fram tilreiknast honum ekki heldur telst það viðurstyggð. Hver sem neytir þess skal bera sekt sína.
Hefur Drottinn þóknun á þúsundum hrúta og tugþúsundum lækja af ólífuolíu? Á ég að fórna frumburði mínum fyrir synd mína, ávexti kviðar míns fyrir misgjörðir mínar?
Þá sagði Haggaí: Eins virðist mér um þennan lýð og þessa þjóð, segir Drottinn, og svo er um öll verk handa þeirra. Allt sem þeir færa mér að fórn er óhreint.
Óskandi væri að einhver ykkar lokaði musterisdyrunum svo að þið kveikið ekki eld á altari mínu til einskis. Ég hef enga velþóknun á ykkur, segir Drottinn hersveitanna, og kæri mig ekki um fórnargjöf úr hendi ykkar.