Þá sagði Davíð við Salómon, son sinn: „Vertu djarfur og hughraustur. Nú skaltu hefjast handa. Óttastu ekki og hikaðu ekki því að Drottinn Guð, Guð minn, er með þér. Hann mun hvorki láta þig missa þrótt né yfirgefa þig fyrr en öllu verki í þágu þjónustunnar í húsi Drottins er lokið.
En þú, Salómon, sonur minn, lærðu að þekkja Guð föður þíns og þjónaðu honum af heilum hug og af fúsum vilja því að Drottinn rannsakar öll hjörtu og þekkir allar hugsanir. Ef þú leitar hans lætur hann þig finna sig en ef þú yfirgefur hann útskúfar hann þér um alla framtíð.