Því að augu Drottins skima um alla jörðina til þess að geta komið þeim til hjálpar sem eru heils hugar við hann. Þú hefur breytt heimskulega í þessu máli, þess vegna muntu eiga í ófriði héðan í frá.“
Mikill ert þú í ráðum og máttugur í verkum þínum. Augu þín vaka yfir öllum vegum mannanna svo að þú getir goldið hverjum og einum eftir breytni hans og ávexti verka hans.
Hverjir hæða nú dag þessara smáu verka ykkar? Þá munu þeir fagna, er þeir sjá mælilóðið í hendi Serúbabels. Þetta eru sjö augu Drottins sem skima um veröld alla.