4 Þar sem engin naut eru, er jatan tóm en af krafti uxans fæst mikill ágóði.
4 Þar sem engin naut eru, þar er jatan tóm, en fyrir kraft uxans fæst mikill ágóði.
Treystirðu því af því að afl þess er mikið og lætur það erfiða fyrir þig?
Kýrnar eru kálffullar. Engin innrás og engir hernumdir, engin neyðaróp á strætum vorum.
Nýrækt fátæklinga gefur ærna fæðu en óhóf sviptir marga efnum.
Í munni heimskingjans býr vöndur gegn hroka hans en varir hinna vitru varðveita þá.
Sannorður vottur lýgur ekki en falsvottur fer með lygar.
Ég hélt tönnum yðar hreinum í öllum borgum yðar og lét brauð skorta í öllum þorpum yðar en þér sneruð ekki aftur til mín, segir Drottinn.