Hann drýgði ekki aðeins sömu syndir og Jeróbóam Nebatsson heldur tók hann sér Jesebel, dóttur Etbaals konungs í Sídon, að konu. Hóf hann þá að dýrka og tilbiðja Baal.
Þá sagði allt fólkið í borgarhliðinu og öldungarnir: „Við erum vitni að þessu. Drottinn geri konuna, sem kemur í hús þitt, eins og Rakel og Leu sem báðar reistu Ísraels hús. Veitist þér vald í Efrata og frægð í Betlehem.