9 Ljós réttlátra logar skært en á lampa ranglátra slokknar.
9 Ljós réttlátra logar skært, en á lampa óguðlegra slokknar.
Ég gef syni hans einn ættbálk svo að Davíð, þjónn minn, hafi ævinlega lampa fyrir augliti mínu í Jerúsalem, borginni sem ég hef valið til þess að láta nafn mitt búa þar.
Hversu oft slokknar á lampa óguðlegra svo að verðskulduð ógæfa hendir þá og Guð skammtar þeim kvöl í reiði sinni?
þegar hann lét lampa sinn lýsa yfir höfði mér og ég gekk við ljós hans í myrkri.
Réttvísum skín ljós í myrkri, mildum, miskunnsömum og réttlátum.
Ljós skín réttlátum og gleði hjartahreinum.
Af hroka kvikna deilur en hjá ráðþægnum mönnum er viska.
Auðæfi manns eru lífi hans lausnargjald en enginn hótar hinum fátæka.
Formæli maður föður og móður mun lampi hans slokkna í náttmyrkrinu.
því að vondur maður á sér enga framtíð, á lampa ranglátra slokknar.
Gata réttlátra er eins og bjartur árdagsljómi, því bjartari sem nær líður hádegi.
Ég mun byrgja himininn þegar líf þitt fjarar út. Ég mun myrkva stjörnurnar, hylja sólina skýjum og tunglið mun ekki bera birtu.
Hvers vegna verður nafn föður okkar nú afmáð úr ætt hans af því að hann eignaðist engan son? Fáðu okkur því landareign meðal föðurbræðra okkar.“
Konungur sagði þá við þjóna sína: Bindið hann á höndum og fótum og varpið honum í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna.
En þær fávísu sögðu við þær hyggnu: Gefið oss af olíu yðar, það er að slokkna á lömpum vorum.