Seljið eigur yðar og gefið ölmusu, fáið yður pyngjur er slitna ekki, fjársjóð á himnum er þrýtur ekki, þar sem þjófur fær eigi í nánd komist né mölur spillt.
Þið eruð þegar orðin mett, þið eruð þegar orðin auðug, án mín eruð þið orðin konungar. Og ég vildi óska að þið væruð orðin konungar til þess að einnig ég mætti vera konungur með ykkur!
Heyrið, elskuð systkin. Hefur Guð ekki útvalið þá sem eru fátækir í augum heimsins til þess að þeir verði auðugir í trú og erfi ríkið er hann hefur heitið þeim sem elska hann?
Ég þekki þrengingu þína og fátækt − en þú ert samt auðugur. Ég veit hvernig þú ert hrakyrtur af þeim sem segja sjálfa sig vera Gyðinga en eru það ekki heldur samkunda Satans.