Hugsaðu þig nú um og reyndu að láta þér detta í hug hvað þú getir gert því að ógæfa blasir við húsbónda okkar og allri fjölskyldu hans. Hann er svo bráður að ekki er hægt að yrða á hann.“
Herra minn, skiptu þér ekki af þessu illmenni, honum Nabal. Hann ber nafn með rentu: heimskingi heitir hann og heimskingi er hann. Herra minn, ég, ambátt þín, sá ekki einu sinni ungu mennina sem þú sendir.