Eins og hann kom af móðurlífi, eins mun hann fara burt aftur nakinn eins og hann kom og hann mun ekkert taka með sér fyrir strit sitt, sem hann fái borið í hendi sér.
Sá er safnar rangfengnum auði er eins og akurhæna sem liggur á eggjum sem hún hefur ekki verpt. Á miðri ævi tapar hann auðæfunum, við ævilok telst hann heimskingi.