6 Orð ranglátra eru banvæn en tunga hinna réttsýnu frelsar þá.
6 Orð óguðlegra brugga banaráð, en munnur hreinskilinna frelsar þá.
Réttlátir hyggja á réttlæti en ranglátir hafa svik í huga.
Í munni heimskingjans býr vöndur gegn hroka hans en varir hinna vitru varðveita þá.
Fætur þeirra eru skjótir til ills, fljótir til að úthella saklausu blóði. Hugsanir þeirra eru illar, eyðing og tortíming er á vegum þeirra.
Illmenni er að finna meðal þjóðar minnar. Þau leynast eins og veiðimenn sem læðast, setja upp gildrur og veiða menn.
Þegar dagur rann bundust Gyðingar samtökum og sóru þess eið að eta hvorki né drekka fyrr en þeir hefðu ráðið Pál af dögum.
Nú skuluð þið og ráðið leggja til við hersveitarforingjann að hann láti senda hann niður til ykkar svo sem vilduð þið kynna ykkur mál hans rækilegar. En við erum við því búnir að vega hann áður en hann kemst alla leið.“
að veita sér að málum gegn honum og sýna sér þá velvild að senda hann til Jerúsalem. En þeir hugðust búa honum fyrirsát og vega hann á leiðinni.