Hinn guðlausi láti af breytni sinni og illmennið af vélráðum sínum og snúi sér til Drottins svo að hann miskunni honum, til Guðs vors því að hann fyrirgefur ríkulega.
Þá sá Heródes að vitringarnir höfðu gabbað hann og varð afar reiður, sendi menn og lét myrða öll sveinbörn í Betlehem og nágrenni hennar, tvævetur og yngri, en það svaraði þeim tíma er hann hafði komist að hjá vitringunum.
Dæmið því ekki fyrir tímann áður en Drottinn kemur. Hann mun leiða það í ljós sem í myrkrinu er hulið og afhjúpa allt sem í hjarta dylst. Og þá mun hver um sig hljóta þann lofstír af Guði sem hann á skilið.
Ég hafna allri skammarlegri launung, ég beiti ekki klækjum né falsa Guðs orð heldur birti ég sannleikann. Guð veit að ég skírskota til samvisku hvers manns um sjálfan mig.