4 Væn kona er kóróna manns síns en vond kona er sem rotnun í beinum hans.
4 Væn kona er kóróna manns síns, en vond kona er sem rotnun í beinum hans.
Eins og gullhringur í svínstrýni er fríð kona sem enga háttvísi kann.
Réttlátir hyggja á réttlæti en ranglátir hafa svik í huga.
Viska kvennanna reisir húsið en fíflska þeirra rífur það niður með berum höndum.
Hugarró er líkamanum líf en öfund er eitur í beinum hans.
Sá sem eignast konu eignast gersemi og hlýtur náðargjöf frá Drottni.
Betra er að búa í eyðimörk en með þrasgjarnri og geðillri konu.
Betri er dvöl í horni á húsþaki en sambúð við þrasgjarna konu.
undir forsmáðri konu þegar hún giftist og þernu þegar hún bolar burt húsmóður sinni.
„Margar konur hafa sýnt dugnað en þú tekur þeim öllum fram.“
Þetta hef ég heyrt og það ólgaði innra með mér, varir mínar skulfu er það barst mér. Bein mín tærðust og ég varð valtur á fótum. Með hugarró mun ég þó bíða neyðardagsins, dagsins sem kemur yfir þá þjóð sem fer ránshendi gegn oss.
Þó er hvorki konan óháð karlmanninum né karlmaðurinn konunni í samfélaginu við Drottin
Karlmaður á ekki að hylja höfuð sitt því að hann er ímynd Guðs og endurspeglar dýrð hans en konan endurspeglar dýrð mannsins.
Vertu óhrædd, dóttir mín, ég mun gera fyrir þig allt sem þú biður því að allir samborgarar mínir vita að þú ert dygðug kona.