8 Hinn réttláti frelsast úr nauðum, hinn rangláti kemur í hans stað.
8 Hinn réttláti frelsast úr nauðum, og hinn óguðlegi kemur í hans stað.
Hjálp réttlátra kemur frá Drottni, hann er hæli þeirra á neyðartímum.
Í dauðanum brestur von hins rangláta og væntingar illvirkjans bregðast.
Með orðum tortímir hinn rangláti náunga sínum en þekking hinna réttlátu bjargar þeim.
Yfirsjón varanna er ill snara en hinn réttláti bjargast úr nauðum.
Hinn rangláti er lausnargjald hins réttláta og svikarinn kemur í stað hinna vammlausu.
En konungur bauð að mennirnir, sem höfðu rægt Daníel, yrðu sóttir og þeim, börnum þeirra og konum kastað í ljónagryfjuna. Og áður en þau kenndu botns í gryfjunni hremmdu ljónin þau og bruddu öll bein þeirra.