Þeir fleygja silfri sínu á göturnar, gullið verður að skarni. Silfur þeirra og gull fær ekki bjargað þeim á degi reiði Drottins. Þeir geta ekki satt hungur sitt, ekki fyllt kvið sinn, því að þetta varð þeim hrösunarhella.
Hvorki silfur þeirra né gull megnar að bjarga þeim. Á reiðidegi Drottins og í heiftarbáli hans verður öllu landinu eytt. Gereyðingu og bráða tortímingu býr hann öllum sem í landinu eru.
Ef misgjörð hins eina manns leiddi til þess að dauðinn tók völd með þeim eina manni, hve miklu fremur munu nú þeir sem þiggja hina ómælanlegu gjöf náðar og sýknunar fá líf og ríki vegna hins eina, Jesú Krists.