2 Komi hroki kemur og smán en hjá hinum hógværu er viska.
2 Komi hroki, kemur smán, en hjá lítillátum er viska.
Að óttast Drottin er leiðsögn til visku, hógværð er undanfari sæmdar.
Dramb hjartans er undanfari falls, hógværð er undanfari sæmdar.
Hroki mannsins lægir hann en sæmd bíður hins hógværa.
Tók hann þá til máls og sagði: „Er þetta ekki Babýlon hin mikla sem ég hef gert að konungssetri með veldisstyrk mínum til dýrðar hátign minni?“
Ég segi yður: Tollheimtumaðurinn fór heim til sín sáttur við Guð, hinn ekki, því að hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.“