En málið hafði komið fyrir konung og hann hafði þá skipað svo fyrir með bréfi að fólskubrögð þau sem Haman hugðist beita Gyðinga skyldu koma honum sjálfum í koll og hann og synir hans skyldu festir á gálga.
Kallið út yfir hallirnar í Asdód og hallirnar í Egyptalandi og segið: Safnist saman á fjöllunum við Samaríu og sjáið sundrungina í borginni og ofbeldið sem þar er framið.
Pétur brá við og fór með þeim. Þegar þangað kom fóru þeir með hann upp í loftstofuna og allar ekkjurnar komu til hans grátandi og sýndu honum kyrtla og yfirhafnir sem Dorkas hafði gert meðan hún var hjá þeim.