Það voruð því ekki þið sem senduð mig hingað heldur Guð og hann hefur gert mig að fremsta ráðgjafa faraós, sett mig yfir allt hús hans og falið mér að stýra öllu Egyptalandi.
Á þessum tíma bjó þarna óþokki sem Seba hét Bíkríson af Benjamínsætt. Hann lét þeyta hafurshornið og hrópaði: Við eigum enga hlutdeild í Davíð, engan arfshlut í syni Ísaí. Ísraelsmenn fari nú hver og einn til tjalds síns.
Tungan er líka eldur. Tungan er ranglætisheimur meðal lima okkar. Hún flekkar allan manninn og kveikir í allri tilveru hans en er sjálf tendruð af helvíti.