Ég gef syni hans einn ættbálk svo að Davíð, þjónn minn, hafi ævinlega lampa fyrir augliti mínu í Jerúsalem, borginni sem ég hef valið til þess að láta nafn mitt búa þar.
Hiskía var lagður til hvíldar hjá feðrum sínum. Hann var grafinn við veginn að gröfum niðja Davíðs. Allir Júdamenn og íbúar Jerúsalem sýndu honum virðingu við lát hans. Manasse, sonur hans, varð konungur eftir hann.
Þá hef ég séð rangláta menn jarðaða en þeir sem höfðu breytt rétt urðu að fara burt frá hinum heilaga stað og þeir gleymdust í borginni. Einnig það er hégómi.
Drottinn, von Ísraels, allir sem yfirgefa þig hljóta vansæmd, þeir sem snúa frá þér verða skráðir í sand því að þeir hafa yfirgefið Drottin, lind hins lifandi vatns.