Þegar konungur sneri aftur inn í veislusalinn utan úr hallargarðinum hafði Haman látið sig falla á hvílubekk þann sem Ester sat á. Þá sagði konungur: „Ætlar hann nú líka að fara að nauðga drottningunni fyrir augunum á mér hér í höllinni?“ Ekki hafði konungur fyrr sleppt orðinu en menn drógu hulu yfir andlit Hamans.