Þeir fleygja silfri sínu á göturnar, gullið verður að skarni. Silfur þeirra og gull fær ekki bjargað þeim á degi reiði Drottins. Þeir geta ekki satt hungur sitt, ekki fyllt kvið sinn, því að þetta varð þeim hrösunarhella.
Hvorki silfur þeirra né gull megnar að bjarga þeim. Á reiðidegi Drottins og í heiftarbáli hans verður öllu landinu eytt. Gereyðingu og bráða tortímingu býr hann öllum sem í landinu eru.
og reynst vera í honum, ekki sakir eigin réttlætis, sem fæst af hlýðni við lögmálið, heldur sakir þess sem trúin á Krist gefur, réttlætið frá Guði með trúnni. −