11 Lífslind er munnur réttláts manns en lögleysan hylst í munni hins illa.
11 Munnur hins réttláta er lífslind, en munnur óguðlegra hylmir yfir ofbeldi.
Hinir réttvísu sjá það og gleðjast og allt illt lokar munni sínum.
Varir hins réttláta vita hvað geðfellt er en munnur óguðlegra er flærðin ein.
Blessun hvílir yfir höfði hins réttláta en lögleysan hylst í munni hins illa.
Kennsla hins vitra er lífslind og forðar frá snörum dauðans.
Hógværð tungunnar er lífstré en fals hennar veldur hugarkvöl.
Varir hinna vitru dreifa þekkingu en hjarta heimskingjanna fer villt vegar.
Djúp vötn eru orð af manns munni, lind viskunnar er sem rennandi lækur.
Gnægð er af gulli og perlum en dýrmætastar eru þó vitrar varir.
Látið ekkert fúkyrði líða ykkur af munni heldur það eitt sem er gott til uppbyggingar, þar sem þörf gerist, til þess að það verði til góðs þeim sem heyra.